Demantfæri í Bláfjöllum

Það var alveg frábært færi í Bláfjöllum áðan og hefur bætt mikið á snjóinn síðan á sunnudaginn og í raun hægt að ganga hvert sem er. Sporið var reyndar í styttra lagi en það helgaðist af því að það var skafrenningur og ekkert skyggni við gilið þegar sporið var lagt, annað sporið var á köflum horfið kl. 17 þegar ég fór af stað. Nú er bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og þá verður frábært í fjöllunum um helgina og mun lengd og lega sporsins ráðast af veðri því nægur er snjórinn.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að þessu og vonandi upphaf á frábærum vetri.

Sjálfur skrapp ég í Heiðmörkina í gærkvöldi. Ekkert var sporið og sárafáir á skíðum, en færið var engu að síður frábært. Allt að því "spariskíðafæri". Á nokkrum stöðum þar sem trén slúta mikið yfir stíginn vantaði örlítið upp á snjódýptina.

Notum næstu daga á meðan færið er til að fá útrás í Bláfjöllum og Heiðmörk.

Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 10:57

2 identicon

Fó mínar fyrsta skíðagöngu í vetur í dag í Heiðmörk. Yndislegt og jólalegt. Mætti þó að troða spor. Mér syndist fínt spor þarna á minni hringar en 9,5km var bara för eftir einhvern duglegan skíðagarpa. En takk fyrir það. Vonandi aftur á morgun.

Corinna (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 18:20

3 identicon

Fór í Bláfjöllin í dag, fínn 3,3 km hringur.  Snjógirðingin okkar virkar vel. takk fyrir þið sem settuð hana upp. Nú þarf bara að bæta við fleirum næsta sumar.  Fullt af liðið í brautinni en spjallaði nú ekki við neinn nema formanninn.  Fer aftur á morgun k10:30

kv. hvala

vala (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband