7.12.2008 | 12:26
Bláfjöll í morgun, sunnud. 7.des.
Skrapp upp í BLáfjöll í morgun, éljagangur og mjög blint. Nægur snjór til að fara á gögnuskíði frá bílastæðinu við Suðurgil. Krapatjörn er á leirunni og lentu meðlimir hundabjörgunarsveitarinnar aðeins í því að stíga niður í krapann, það er þeir sem ekki voru á skíðum. Gekk hringinn góða en tróð ekki neitt almennlegt spor þars sem snjókoma var drjúg. Ef veður leifir ætti að vera hægt að leggja spor eftir helgina og munu uppl. um það vonandi koma fram á heimasíðu skíðasvæðanna.
Þóroddur F.Þ.
Athugasemdir
Góðan dag,
Það er rétt... Nokkuð af snjó féll um helgina. Við verðum búnir að troða hringinn um leirurnar kl. 14 í dag.
Skíðasvæðin
Magnús Árnason (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 10:17
Aldeils frábært.
hólmfríður vala (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 10:34
Góðan dag,
Við munum troða litla hringinn um leirurnar kl. 14 í dag, föstudag og halda honum opnum um helgina.
Skíðasvæðin
Magnús Árnason (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 13:24
Góðan dag,
Við munum troða litla hringinn um leirurnar kl. 14 í dag, föstudag og halda honum opnum um helgina.
Skíðasvæðin
Magnús Árnason (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.