26.11.2008 | 17:25
engin snjór, nægur snjór og lærbrot.
Síðustu fréttir herma að það sé klaki í Bláfjöllum og ekki skíðafært. Við fréttum hins vegar af því að nægur snjór væri á Sauðárkrók og troðin braut. Ef einhverjir eru skíðaþyrstir er um að gera að skella sér í 3klst bíltúr og taka góða æfingu á Króknum og fá sér svo hammara áður en haldið er heim. Þeir sem huga á dagsferð og vilja félagsskap þá endilega látið vita hér á síðunni.
Skarphéðinn vinur okkar og Ullungur lenti í óhappi í síðustu viku er hann datt á hjólaskíðum og lærbrotnaði. Hann má ekki stíga í fótinn í 2 mánuði og því er Vasaferðin hans fokin út um gluggann. Ef einhver hefur áhuga á að kaupa Vasanr á gamla genginu þá látið í ykkur heyra. Við sendum Skarphéðni batakveðjur og vonum að hann verði sem nýr þegar snjóa leysir í vor og helst fyrr.
Athugasemdir
Þetta er leitt að heyra með hann Skarphéðinn. Við sendum honum batakveðju héðan að Vestan Einar og Emma.
Einar Yngva (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 22:24
Það verður örugglega nægur snjór í Tindastól eftir óveðrið í dag. Það er vissara að hringja á undan sér í skíðaskálann og biðja um að braut sé troðin, þeir eru ekki alltaf að hafa fyrir því ( s. 4536707 )
Gunnar Þ. (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 18:58
Vildi bara senda batakveðjur til Skarphéðins! Ég vona að þú náir þér fljótt og vel.
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 27.11.2008 kl. 20:11
Góð hugmynd að samnýta bílana á krepputímum. Ég kemst þó ekki í þetta skiptið.
Hafi ég verið með drauma um að geta staðið í lappirnar á hjólaskíðum þá eru þeir draumar farnir út í veður og vind eftir að fréttist af lærbroti hjá Skarphéðni. Frúin verður þá að dæla í hann myndböndum með gönguskíðatrixum. Ég sá ekki betur en að heimsmeistararnir á námskeiðinu í Fossavatnsgöngunni tækju þetta allt á tækninni, -sinni eigin tækni. Hoppa nógu mikið upp í loft og svona. Sjálf fékk ég stærsta mar ævi minnar í fyrstu hjólaskíðaferð minni, -í kyrrstöðu áður en lagt var af stað! Marðist frá úlnlið að öxl. Hef bara farið hálfa ferð síðan og er þakklát fyrir að vera ekki í sporum Skarphéðins. Bestu batakveðjur.
Björk Sigurðardóttir
Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.