15.11.2008 | 23:24
Skíðamarkaður Víkings
Þetta var að berast frá Víking
Skíðamarkaður Skíðadeildar Víkings
Skíðadeild Víkings stendur fyrir skíða-, vetrarmarkaði með notaðan skíðabúnað í félagsheimili Víkings Traðarlandi 1 sunnudaginn 16 nóvember kl 11:00 til 16:00
Skíðamarkaðurinn er opinn öllum.
Til sölu verður skíðabúnaður (svig, göngu & bretti), skíðafatnaður, línuskautar og skautar fyrir börn og fullorðna.
Allir eru velkomnir að koma með vörur til sölu á markaðnum laugardaginn 15 nóvember kl 14:00 17:00. Vinsamlegast hafið búnað og fatnað þrifalegann og í þokkalegu standi. Ráðleggingar um verðmerkingu á staðnum. Skíðadeildin tekur 20% söluþóknun og sér alfarið um framkvæmd sölunnar.
Þeir sem koma með búnað til sölu á markaðnum eiga að nálgast búnað sem ekki selst og/eða uppgjör fyrir það sem selst á sunnudeginum milli kl 16:00 og 17:00.
Fatnaður verður flokkaður eftir stærð, skíði flokkast eftir lengd og skór eftir stærð. Hægt verður að greiða með greiðslukortum.
Kökubasar og heitt á könnunni.
Kynning á starfi Skíðadeildarinnar á staðnum.
Allir hvattir til að taka til í geymslunni og gera góð kaup.
Athugasemdir
Skarpp á markaðinn en sá engin gönguskíði. Spurning hvort það er vísbending til okkar um að standa fyrir slíku???
Þóroddur F.
Þóroddur Þóroddsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 21:52
Veit einhver hvar ég get keypt gönguskíði á hjólum, hef leitað úti um allt.
kv. Ágúst
agustbjarmi@gmail.com
s:869-7800
Ágúst Bjarmi Símonarson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 18:50
Núpur hf Ísafirði.
hvs (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.