Bláfjöll föstudagur 14.11. kl.13:00

Það er blíða í Bláfjöllum og kyngir niður snjó, hringur um leiruna verður þjappaður síðar í dag en líkl. ekki sporað þar sem snjókoman er svo mikil.

Veðurhorfur á morgun flottar og því er hér með kallað eftir einhverjum með vélsleða sem er tilbúinn til að draga sporann í fyrramálið. Út á skíðin öll saman. Nánari fréttir hér eftir því sem tilefni er til.

 

Þóroddur F. Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru Bláfjallamenn ekki tilbúnir í verkið ? Minni fyrirhöfn fyrir þá en okkur. Nauðsynlegt að nýta hvert snjórkorn sem fellur og æfa. Spáð rigningu eftir helgi

Skarphéðinn P. Óskarsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 14:15

2 identicon

Er ekkert mál að keyra upp eftir, fyrst það snjóar svona mikið?

Hólmfríður Þóroddsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 14:48

3 identicon

Það er enginn starfsmaður á svæðinu um helgina. Það verður sjáflsagt krap á veginum í fyrramálið og þarf að fara varlega.

ÞFÞ

Þóroddur F.Þóroddsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 15:32

4 identicon

Laugardagsmorgun og klukkan langt gengin í 9, í Bláfjöllum er skv. Veðurstofunni 15 m/s , þ.e. skafrenningur og því er ég ekki á leiðinni þangað, ég þarf líka að vera í bænum upp úr hádeginu. Það á að lygna síðdegis og það verða því aðrir en ég að segja fréttir úr fjöllunum í dag.

Þóroddur F.

Þóroddur F. Þóroddsson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 08:48

5 identicon

Fór upp í Heiðmörk áðan, þar er  hægt að ganga á stígunum, bara ekki á spariskíðunum.  Alltaf logn á milli trjánna. Endilega segið frá færð og veðri ef þið farið eitthvað. kv. vala

hvs (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband