13.11.2008 | 18:00
Merki Skíðagöngufélagsins Ulls
Komið er í myndaalbúmið á heimasíðunni merki Ulls. Stjórnin hefur látið vinna þetta merki en í lögum félagsins eru engin ákvæði um hvernig skuli taka ákvörðun um merki félagsins. Því eru félagsmenn hér með hvattir til að tjá sig um merkið og í framhaldinu mun stjórnin ákveða hvernig að ákvörðun um merkið verður endanlega staðið en það væri t.d. hægt að gera með því að vinna úr ábendingum hér á síðunni, á félagsfundi eða aðalfundi. Æskilegt er hins vegar að ákveða þetta sem fyrst svo við getum farið að nota merkið.
Þið verðið að tvísmella á myndina til að opna hana í heild og lesið líka skýringartextann. Segið álit ykkar.
Þóroddur F. formaður
Athugasemdir
Lýst vel á merkið og held að það komi vel út á fatnaði.
Kv.Haraldur Ingi Hilmarsson
Haraldur Ingi Hilmarsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:53
Hæ! Mér finnst þetta merki bara mjög flott :) Skýrt og gott.
Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:54
Mér líst betur á merkið sem er vinstra megin. Mér fyndist það merki geta gengið á hvort heldur sem er, bréfsefni eða fatnað. Ástæðan er litur þess og að á því stendur SKÍÐAGÖNGUFÉLAGIÐ. Mér finnst varla nóg að á fatnaði standi bara ULLUR.
Annars sýnir merkið ekki beinlínis kvenmann að stunda hefðbundna skíðagöngu!
Mér sýnist þetta vera húfulaus karlmaður að stunda skaut!
Það mætti kannski hugsa sér konu í skautbúningi!
Hvað með hefðbundna skíðagöngu "séða frá hlið"? Ekki svona beint framan í skautið (!). En þetta er kannski sú skíðaganga sem framtíðin ber í skauti sér. Jæja, það fellur einhverjum í skaut að ákveða þetta...
Kv., Björk Sigurðardóttir
Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 00:34
Mér finnst nú ekki passa að setja Ull karlinn í pils :)
hólmfríður vala (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:55
Má ekki líta á karlinn sem mann þ.e. kvenmann og karlmann. Hann er eiginlegar kynlaus. Hvort hann er að skauta eða ekki eða skiptir ekki máli. Að mínum smekk mætti blái grunnurinn vera ljósari svo rauðu stafirnir sjáist betur. Allir á skíði á morgun
Skarphéðinn P. Óskarsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 14:21
Mér líst vel á merkið og litina. Hefði kanski verið gaman að sjá fleiri tillögur af karlinum "konuni".
Þetta mynnir mig á Óskar Jakobs skæraganga Miðfelshálsinn í gamladaga???? Ég segi bara svona. Merkið er fínnt segir allt sem segja þarf.
Einar Yngvason (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.