6.11.2008 | 07:52
Æfingabúðir á Ísafirði 20.-23. nóvember
Sælt veri fólkið
Það kann að vera að einhverjir séu að fá þessa tilkynningu í annað sinn, en sú heppni skýrist af því að við Bobbi eigum eftir að samræma póstlistana okkar. En erindið er sem sagt að minna fólk á hinar árvissu æfingabúðir skíðagöngugarpa hér á Ísafirði, en í ár fara þær fram dagana 20.-23. nóvember. Nú þegar kreppan ríður yfir er gott að komast í skíðaferð á stað þar sem íslenska krónan er tekin góð og gild, og reyndar hægt að fá heilmikið fyrir hana eins og tilboðið um gistingu og mat sýnir (sjá viðhengi). Seljalandsdalurinn er því draumaáfangastaður skíðafólks þennan veturinn. Það hafa verið troðnar brautir þar uppfrá undanfarna viku eða svo og enginn bilbugur á svæðisstjóranum þótt það hláni lítillega, enda var búið að koma fyrir miklu af snjósöfnunargirðingum sem veiddu vel í ofankomunni á dögunum.
Því miður verður þjálfaraparið Åshild og Trond fjarri góðu gamni að þessu sinni, en við bætum bara um betur og fáum besta skíðagöngumann landsins, Sævar Birgisson, til að stjórna æfingunum í staðinn. Sævar er nýútskrifaður úr skíðamenntaskóla í Noregi og kemur því til okkar með allt það nýjasta og ferskasta í þjálfunarfræðunum. Annars er reiknað með að þetta verði á svipuðum nótum og venjulega, hæfileg blanda af rólegheitum og streði, og vídeóhrollvekjan verður á sínum stað eins og í fyrra.
Þeir sem vilja skrá sig eða fá nánari upplýsingar eru beðnir að hafa samband við Bobba (nupur@nupur.is, 896-0528) eða Heimi (heimir.g@simnet.is, 862-3291).
Bestu kveðjur
Heimir
Athugasemdir
Ég er búinn að skrá mig á æfingahelgina vestur. Ætla einhverjir fleiri úr Ulli?
K. Arnar
Guðmundur Arnar (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 19:37
Var að velta fyrir mér hvort einhver vissi eitthvað um stöðuna í Bláfjöllum.
Kv.Haraldur
Haraldur Hilmarsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.