24.10.2008 | 17:17
Fréttir úr Bláfjöllum
Varð að ræða við Ómar í Bláfjöllum. Hann fór hring um leiruna á troðara og þjappaði snjóinn en það var tilgangslaust að spora vegna skafrennings, vindur 11 m/s og hviður 14 m/s. Það er sem sagt nægur snjór til æfinga á gönguskíðum og spáin 7 m/s og -7°á morgun. Ég auglýsi aftur eftir vélsleða til að draga sporann. Ég stefni uppeftir kl 10 í fyrramálið en það er háð því að vindur verði ekki yfir 7-8 m/s og mun hringja fréttir í tengilið sem getur sett inn uppl. hér á heimasíðuna.
Þóroddur F.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.