Snjókornin falla við hvert fet. Húrra!! Húrra!!!!!!!!!!!!

Sælt veri fólkið.

Staðan í Bláfjöllum nú síðdegis var sú að bílastæðin voru að verða ófær og ekki sást til fjalls fyrir ofankomu, eins og Ómar staðarstjóri lýsti því. Það fer eftir veðri á morgun hvort eitthvað verður farið að troða og verður þá einnig skoðað hvort hægt er að troða skíðagönguhringinn umhverfis Leiruna. Meira um það á morgun.

Engin starfsemi verður á skíðasvæðinu í Bláfjöllum um helgina, þ.e. á vegum skíðasvæðisins. 

Spori fyrir vélsleða var óvart skilinn eftir í fyrravetur á bílaplaninu við Suðurgilslyftuna sem hafði þær afleiðingar að hann fór með snjómokstri út af planinu og er eitthvað beyglaður en verður skoðaður á morgun. Ef hann reynist nothæfur verður hann reistur upp við ljósastaurinn og bundinn, efst á Suðurgilsplani þannig að ef einhver kemur með vélsleða um helgina uppeftir að þá verður hugsanlega hægt að leggja spor. Mikilvægt er að skilja við sporann á sama hátt. Vélsleðaeigendur skoði þetta og tjái sig hér hvort þeir geti hjálpað til við þetta.

Veðurspáin fyrir sunnudag lítur þokkalega út. Nánari fréttir á blogginu hér á morgun og þegar  fréttir verða um aðstæður á laugardag og sunnudag. Fylgist með og verið klár í útkall.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húrra!!!!!!!!!

Corinna (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband