7.10.2008 | 17:45
Framkvæmdir í Bláfjöllum
Vinnuferð var farin í Bláfjöll á laugardaginn og mættu 6. Aðstæður voru ekki mjög góðar, skafrenningur í fyrstu og nokkuð frost komið í jörð. Á myndum í albúminu má sjá smá tilraun sem gerð er með snjógirðingu og snýst hún bæði um að sjá hver verður snjósöfnun og ekki síður hvort mannvirkið stenst veðurálag. Þá var byrjað að hreinsa grjót af 10 m breiðu belti sem er liður í því að útbúa slétta braut sem getur auðveldlega orðið á annan km en til skoðunar er frekari útfærsla sem gæti endað í 2-3 km hring. Undirlagið er verið að gera þannig að í fyrstu snjóum verði hægt að leggja spor, grjóthreinsa, slétta og þjappa. Eflaust þarf að bæta við girðingum til að safna snjó. Mörg handdtök eru eftir og því þarf að fara a.m.k. eina ferð áður en aftur snjóar eða frýs, nánar um það síðar en verið í startholum um næstu helgi ef veður verður skikkanlegt.
Þóroddur F.Þ.
Athugasemdir
Sæl,
Ég sendi skurðgröfu yfir svæðið þ.e. 2 km hring í kringum leirurnar og lét hana taka eins mikið af grjóti og mögulegt var, sérstaklega auðvitað grjóti í stærra lagi. Ég var að keyra hringinn og sýnist þetta hafa tekist nokkuð vel. Engin stór grjót eru í leiðinni en eitthvað um smágrjót, þó aðeins á 2 litlum köflum. Að öðru leiti lítur hringurinn mjög vel út.
Við stefnum auðvitað á að byggja upp góðan æfingahring og erum nú þegar að vinna fyrstu skrefin.
Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna
Magnús Árnason (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 14:22
Þetta var frábært hjá ykkur Bláfellingum.
Það hefur greinilega borgað sig fyrir okkur að týna um nokkra steina þarna um daginn, því þá eltið þið okkur á alvöru gröfu.
Svo bara kveikjum við á nokkrum kertum við brautina og þá "hókus pókus" komið þið með flóðlýsingu. :o)
Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 15:50
Eins og þið sjáið á skrifum Magnúsar er þetta verkefni á í fullri vinnslu. Ég held að það sé mjö æskilegt að þeir sem geta fari og fínpússi svæðið með grjóttínslu núna um helgina en það er mjök mikilvægt, eins og við þekkjum, að það séu ekki "óvæntir" steinar að stinga kollinum upp úr snjónum.
Kveðjur
Þóroddur F.
Þóroddur F. Þóroddsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 20:02
Ég er til á morgun. Og þá ætla ég að tína grjót, en ekki týna því. :o)
Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.