Vinnuferð í Bláfjöll á laugardaginn

Nú er haust í lofti og farið að frjósa í Bláfjöllum og mikilvægt að ná að fara þangað í vinnuferð eins og búið var að kynna áður. Mæting í Bláfjöllum kl 11. á laugardaginn klædd eftir veðri og góðir hanskar í grjóttínslu, 1-2 mættu hafa með sér kerru og hjólbörur-látið mig vita sem getið gert það, hafið líka hamar í skottinu og 2-3 grófar garðhrífur kæmu að góðum notum. Stefnum að því að ljúka verki um kl 14. Öll fjölskyldan getur hjálpað til. Látið vita af þátttöku með tpóst á toroddur@skipulag.is eða í síma 861 9561.

Til stendur að tína grjót úr skíðaleið, setja upp tilraunasnjógirðingar og taka til.

Einar Sveinbjörnsson veðurfr. er að skoða staðsetningu snjógirðinga.

Búið er að tína grjót úr skíðaleið á völdum stöðum svo það sést hvað grjóthreinsun hefur í för með sér m.a. áhrif á umhverfið af grjóthrúgum/grjótgörðum og verður það skoðað á föstudaginn með Magnúsi framkvæmdastjóra, landslagarkitekt sem vinnur að deiliskipulagi og fulltrúum Umhverfisstofnunar og fæst vonandi grænt ljós. Í þeirri ferð verður einnig skoðuð staðsetning á byggingareit/um fyrir gönguhús.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrsta skíðaæfinginn búinn fyrir norðan

sjá myndir http://ganga.blogcentral.is/myndasafn/252477/

kveðja

helgi h joh

helgi h jóh (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 11:52

2 identicon

Til hamingju norðanmenn.

Það var reynda nærri því hægt að fara á ´skíði í Bláfjöllum í dag.

Vinnuferð verður í Bláfjöll á morgun, mæting kl 11, þrátt fyrir snjóföl. nokkrir hafa boðað komu sína en alltaf þörf fyrir fleiri.

Þóroddur F

ÞFÞ (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband