Vel heppnað hjólaskíðamót - vinnuferð í Bláfjöll

Takk fyrir mótið í dag, sem tókst vel og var góð skemmtun í ágætis veðri.

Til hefur staðið að fara í vinnuferð í Bláfjöll en ekki viðrað til þess. Hætta er á að senn fari að frjósa uppfrá og þyrfti að ljúka ákveðnum verkum áður. Veðurhorfur á morgun eru sæmilegar en það er auðvitað alltof stuttur fyrirvari að boða til vinnu þá en ég mun hins vegar vera þar á milli kl 11 og 14 á morgun og hyggst hefja verkið og eru allar hendur vel þegnar. Vonandi viðrar skikkanlega í næstu viku þannig að það verði hægt að fara uppeftir í lok vinnudags. Meira um það síðar en þeir sem hafa færi á að koma á morgun mæti eða hringi í mig.

Þóroddur F.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband