25.9.2008 | 21:47
Bobbi með vörukynningu í Mosó
Núpur ehf, þ.e. Bobbi ætlar að vera með vörukynningu fyrir okkur á föstudagskvöldið 26. sept. í Markholt 9 í Mosó hjá okkur Daníel. Núpur selur skíði, skó, stafi, hjólaskíði, skíða- og hlaupafatnað, áburð já bara allt sem viðkemur skíðunum. Nú er tækifæri að skoða úrvalið fyrir veturinn og hjólaskíði fyrir haustæfingarnar. Verið velkomin að kíkja og spjalla.
kv. Vala
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.