Hjólaskíðamót Ulls

Kæru Ullungar og aðrir skíðamenn.  Okkar árlega hjólaskíðamót verður haldið laugardaginn 27. september kl. 13 í Fossvogsdal. Gangan hefst við Félagsheimili Víkings í Víkinni.  Vegalengdin verður 10 km. Keppt verður í flokki kvenna og karla.  1km skemmti ganga á línuskautum með stafi fyrir krakka 12 ára og yngri

 

Verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin í karla og kvennaflokki, auk gjafa frá Núpi ehf.  Mótsgjald er IMG_0037500 kr.á keppanda en frítt fyrir börn. 

Skráning fer fram á staðnum og á netfangi skíðagöngufélagsins. Gott væri að heyra hverjir hyggjast vera með til að auðvelda framkvæmd mótsins

 

Bobbi (Núpur) ætlar að vera með vörukynningu í kringum mótið og verður það auglýst síðar.

 

 

kv. mótanefnd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ, ég er upptekin á þessum tíma. En það gerir ekkert til, ég kann ekkert á hjólaskíði ;) Kem kannski og kíki á ykkur hin bruna í mark!

Hrefna (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 22:44

2 identicon

Hefðbundið eða skaut?

JAKOB (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 10:47

3 identicon

Hefðbundið. 

hólmfríður vala (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 12:07

4 identicon

Flott framtak, en afhverju eru börinin á myndinni ekki með hjálm.  Hér fer enginn á hjólaskíði nema með hjálm.  Mér finnst að það eigi að vera kappsmál að stuðla að hjámanotkun á hjólaskíðum.

kv.Kári

Kári Jóh. (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 12:45

5 identicon

Sæll Kári

Mig minnir að þetta hafi verið uppstilling en ekki keyrsla svo hjálmar gleymdust.

Skarphéðinn P. Óskarsson (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 09:42

6 identicon

Já það er engin spurning að alltaf á að nota hjálm og verður skilyrði í mótinu.

Það væri vel þegið að þeir sem ætla að vera með skrái sig sem fyrst svo við höfum einhverja hugmynd um þátttökuna og getum notað það í fréttatilkynningar.

Þóroddur F.

Þóroddur F. Þ. (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 22:25

7 identicon

Það er áhugi hjá strákunum mínum að mætta á mótið.

Veit bara ekki nákvæmlega hverjir ætla að mætta enþá.

kveðja

Helgi H. Jóh.

þjálfari SKA

Helgi H. Jóh. (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 10:04

8 identicon

Frábært.  Þetta lofar góðu, vegleg verðlaun og góð stemmning.  Vörukynning frá Bobba verður að öllum líkindum á fös.kvöldi í Markholti 9, Mos, hjá mér.  Tilvalið að renna við á leið inn í borgina.

kv. vala

vala (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 11:47

9 identicon

Sjáið veðurspána-algjör blíða, koma svo!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Þóroddur F.

Þóroddur F. (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 15:50

10 identicon

Flott framtak hjá ykkur Ullungar.  En hvaða 10 km leið verður gengin??  Vonandi þarf ekki að renna sér niður Elliðaárdalinn þar sem hann er brattastur??

Kv Bjössi

Bjössi (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 09:27

11 identicon

Sæll Bjössi

Leiðin sem verður farin er í Fossvogsdalnum hefst rétt vestan við Víkina, yfir brúnna rétt hjá Fossvogsskóla (skrúfuð verður krossviðsplata á hana). Vinstri beygja upp skógarstíg og önnur vinstri beygja Kópavogsmegin alla götur að Kjarrhólma og þar niður að rásmarki. Þetta er um 3 km hringur og verðar gegnir 3 slíkir. Mjög góð leið og ekki brattar brekkur.

Skarphéðinn P. Óskarsson (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 10:35

12 identicon

Skráið mig á hjólaskíðamótið.

Kv.

Magnús

Magnús Björnsson (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband