3.9.2008 | 23:20
vinnu- stuð- og skemmtiferð
Kæru skíðafélagar
Á sunnudaginn kemur verður farin vinnuferð í Bláfjöll. Mæting er kl. 10:00 og reiknað með að við verðum að verki til um kl 13. Hafið með nesti (og nýja skó), verið klædd eftir veðri og með vettlinga til að taka á grjóti og spýtum. Hamar og sög má gjarnan vera með. Verkefnin felast einkum í því að tína grjót af svæði þar sem spor er lagt í fyrstu snjóum og uppsetningu snjógirðinga í tilraunaskyni. Einnig munum við taka til svo svæðið líti betur út en ýmislegt, stikur, spýtur, liggur hér og þar og einnig gömul skilti sem ekki þjóna tilgangi. Öll fjölskyldan á að geta tekið þátt.
Vegna skipulagningar verksins eru þeir sem geta mætt beðnir að svara þessum pósti.
Kv. stjórnin
p.s. ég hef fengið nokkra pósta endursenda vegna netfanga sem ekki eru lengur í notkunn. Vinsamlegast sendið mér póst ef þið hafið fengið ykkur ný netföng svo ég geti sett ykkur á ný inn í póstlistann. (t.d. Jón Gauti og Beggi)
kv. vala
Athugasemdir
Góðan dag.
Heyrði í ykkur Ullungum í morgunútvarpinu og langar í framhaldinu að vita hvar hægt er að kaupa hjólaskíði? Bý í Neskaupstað og þar eru nokkrir sem hafa mikinn áhuga á gönguskíðamennsku og við fórum oft í fyrravetur því við fengum mikinn og góðan snjó bæði í byggð og til fjalla.
Kveðja Þorgerður
Þorgerður (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 13:55
Sæl Þorgerður. Hjólaskíði fást í Byggingavöruversluninni Núpi á Ísafirði. Bobbi sendir glaður skíði hvert á land sem er. Sími:456-3114. Sjá tengil hér til vinstri á síðunni.
Kv. Hólmfríður Vala
hólmfríður vala (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.