2.9.2008 | 23:23
Hjólaskíðakynning í Víkinni
Við nældum í nokkra nýja æfingafélaga í dag þegar við kynntum hjólaskíðin í Fossvoginum. Veðrið lék við okkur og voru Ullungar duglegir að fara með nýliðana nokkrar ferðir eftir stígunum. Að lokinni kynningu var tekin létt klst. æfing og fóru "lengstu menn" um 12km. en hinir styttra. Nú stefnum við að vikulegum æfingum, kl 18:00 á þriðjudögum og vonumst til að fá sem flesta svo að breiddin í hópnum verði góð og allir finni æfingafélaga við hæfi. Takk fyrir góða æfingu. kv. Hólmfríður Vala
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.