Hjólaskíði í blíðunni í Mosó

darri hjólaskíðiFyrsta formlega hjólaskíðaæfing tímabilsins var tekin í dag í Mosfellsbæ.  Múgur og margmenni mætti í Markholtið hjá Daníel og Völu. Gengið var frá 1km upp í 30km.  Það var gaman að hitta skíðafélagana aftur eftir sumarfrí, flestir hafa verið iðnir við æfingar í sumar og koma sprækir inn í haustið.  Það fannst best á lyktinni á kaffisamsætinu eftir æfingu að menn og konur tóku vel á'ðí Grin  Næsta æfing verður frá Víkinni á þriðjudag kl 18:00 en þá ætlum við að vera með kynningu á hjólaskíðum fyrir almenning og taka svo æfingu saman kl 19:00  Gott væri ef félagar gætu mætt með útbúnaðinn sinn svo við getum breytt út fagnaðarerindið og leyft sem flestum að prófa. 

hjolask.æf  Ég sendi út póst til félaga um æfinguna í dag.  Ef einhver sem les þetta er skráður félagi en fékk ekki póst, vinsamlegast sendið okkur línu svo hægt sé að bæta viðkomandi inn á póstlistann.

Takk fyrir daginn og sjáumst á þriðjudag. 

kv. Hólmfríður Vala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það styttist óðum í Þríþraut Heylsubæjarins Bolungarvík og VASA2000.  Hún hefst kl. 10.00 í sundlaug Bolungarvíkur.  Þessi þraut er stutt, 700m sund, 16km hjól og 7km hlaup.  Eitthvað sem allir ráða við og allveg einstaklega skemmtilegu ásamt því að vera hörku æfing fyrir átök vetrarins.

Kveðja að Vestan Einar Yngva

Einar Yngva (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 20:45

2 identicon

Sæl Vala

Virðist hafa fallið af listanum. Óska þess að fá áfram póst um æfingar sem og aðra viðburði. 

Gaman nú sem fyrr að sjá kraftinn í félaginu og raunar finna vaxandi áhuga á landsvísu!

kveðja, Jón Gauti

Jón Gauti (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband