Ullungar - vetrarstarfið að hefjast

>Sæl öll.

Vetarstarf Ulls er að hefjast og stjórn og nefndir komin á skrið.

Næst á dagskrá er:

31. ágúst. Ætlunin er að ýta hjólaskíðaæfingum formlega af stað á sunnudaginn. Mæting er heima hjá Hólmfríði Völu í Markholt 9 í Mosfellsbæ á sunnudagsmorgun kl 11:00 þar verður kaffisopi/spjall um það hvernig haga skuli hjólaskíðaæfingum og síðan æfing (t.d. 10 km ekki bannað að fara lengra) þar á eftir. Upplagt er að tala saman og sameinast í bíla uppeftir. FJÖLMENNUM

2. sept. Kynning á hjólaskíðum verður þriðjudaginn 2. sept. við Víkingsheimilið í Fossvogsdal kl 18:00 og stendur til kl 19:00 æskilegt er að sem flestir sem eiga hjólaskíði mæti eða láni skíði og skó og komi á einhvern sem mun mæta. Kynningi opin öllum. Eftir kynninguna verður síðan æfing.

 7. sept. Vinnuferð í Bláfjöll. Mæting á bílastæði við Suðurgil kl. 10:00 (vinna til ca 13) Verkefni:

Ýmskonar tiltekt á gönguskíðasvæðinu, stærra svæði ef kraftar endast.

Uppsetning á fyrstu snjógirðingum við skíðagönguleið.

Grjóthreinsun af skíðagönguleið "meðfram hlíðinni á leið inn í gilið" en þar er grjót sem stendur uppúr sérstaklega í fyrstu snjóum og hefur hindrað lagningu spors og skemmt tækin. Allar líkur eru á að eitthvað af því verki verði einnig unnið með vél.

20/28 sept. Hjólaskíðamót/Bláfjallamót. Eins og í fyrra verður keppni á hjólaskíðum, verið er að skoða staðsetningu með það í huga að fá áhorfendur/auglýsingu og því verður keppnin innan höfuðborgarsvæðisins en ekki á Bláfjallavegi. Einn kostur í staðsetningu hefur í för með sér að keppnin yrði 20. sept. en líklegra er að hún verði um hádegisbil 28. sept. nánar um það síðar.

Þóroddur F.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hljómar vel. Ég mæti á æfinguna á morgun. K. Arnar

Arnar (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 13:56

2 identicon

Hlakka til að sjá ykkur á morgun.  kv. vala

vala (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 22:36

3 identicon

Frábært framtak hjá ykkur en kemst því miður ekki í kaffið og æfinguna. kv Sveinn G

Sveinn G (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 10:47

4 identicon

Æi, ég gleymdi að koma í dag... En ég get vonandi kíkt á þriðjudaginn þó ég sé reyndar hjólaskíðalaus í bili.

Kveðja, Hrefna

Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband