18.8.2008 | 01:07
3þraut Vasa á Ísafirði
Jæja hvað er nú að frétta af hressum Ullungum. Eru ekki allir duglegir að æfa, hjólaskíðast, hlaupa, synda, hjóla, hoppa, ganga... Var að fá póst frá frískum Ísfirðingum sem stefna á þríþraut 6. sept og vilja endilega fá okkur Ullungana til að taka þátt. Allt um þessa skemmtilegu íþrótt hér www.tri.blogcentral.is
Verið svo dugleg að sprikla áfram og láta í ykkur heyra í athsemdum hvað þið erum að gera. kv. vala
Athugasemdir
Hef hvorki synt né hjólað lengi en gengið um fjöll og fyrnindi og mæti því líklega ekki til Ísafjarðar. Minni á hjólaskíðin kl. 20 annað kvöld frá Víkingsheimilinu. Minni alla á að æfa fyrir Bláfjallagöngu á hjólaskíðum í sept. nánari dags. henanr eftir stjórnarfund sem búið er að boða á miðvikudagskvöld.
Þóroddur F.
Þóroddur F. (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 14:59
Hæ! Ég er á Ísafirði og ætla til Ísafjarðar... Það væri stuð að fá fleiri Ullunga í þríþrautina :)
Kveðja, Hrefna
Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 15:04
Í kvöld mættu við Víkingsheimilið undrritaður og Eiríkur skipstjóri og fórum út fyrir Kársnes. Eiríkur alveg fisléttur og hafði ég ekki roð við honum nema með því að halda honum uppi á snakki, en hann er nú líka 10 árum yngri. Nú er að fjölmenna næsta þriðjudag og gangi öllum vel í Reykjavíkurmaraþoninu.
Þóroddur F.
Þóroddur F (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.