Allir í fínu formi???

Sæl öll saman. Eins og sumir hafa eflaust lesið í síðasta hefti Vasagöngublaðsins sest topp skíðagönugólk ekki í helgan stein yfir sumarið heldur stundar ýmsar íþróttir svo sem hjólreiða, hlaup og kajakróður. Veðrið hér á landi hefur held ég boðið upp á bestu aðstæður til útihreyfingar og e.t.v. hafa einhverjir farið á hjólaskíðin. Það væri ráð að sem flestir dusti rykið af hjólaskíðunum og fari að mæta í Fossvogsdalinn á þriðjudögum kl 20. Ég mun mæta við Víkingsheimilið á morgun og fara rólega af stað.

Sjáumst.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband