27.5.2008 | 13:15
Þriðjudagsæfingar kl 20 frá Víkingsheimilinu
Gaman væri að heyra í þeim sem hafa mætt á þriðjudagsæfingarnar eða ætla að mæta, skrifa í athsemdir hér fyrir neðan. Nú er mikilvægt að byrja æfingarnar fyrir veturinn, byggja upp þol og þrek. Ekki má glata niður þessu frábæra formi sem menn voru komnir í. Látið í ykkur heyra það er hvetjandi að vita af öðrum félögum við æfingar og að hafa samfylgd.
Athugasemdir
Ég mætti í gær kl. 20 og gekk 12 km frá Víkinni Elliðaárdal og til baka. Eftir aðeins 10 daga hvíld þá fann ég fyrir harðsperrum. Þá má greinilega ekki slaka á í þessum bransa. Engin miskunn. Ekki má slaka á. Of dýrt að missa niður það fékkst út úr þrældómnum í vetur.
Skarphéðinn P. Óskarsson (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.