Hjólaskíðaæfingar á þriðjudögum

Sæl verið þið öll sem lesið þetta. Ég sé að hátt í 40 manns hafa litið inn á heimasíðuna í dag og það er eflaust hópurinn sem er að bíða eftir tilkynningu um að hjólaskíðæfingar séu að hefjast.

Nú er að taka hjólaskíðin fram og dusta af þeim rykið, sumir þegar búnir að því og mæta við Víkingsheimilið kl. 20:00 á morgun þriðjudag og á þriðjudögum í allt sumar. Það eru allir velkomnir, byrjendur-snillingar, þið finnið ykkur jafningja til að fylgjast að, gott að fara rólega af stað, muna eftir jafnvæginu hjálminum og fara varlega niður brekkur (labba). Góð leið til að byrja á er að fara bara fram og aftur um Fossvogsdalinn, síðan má halda áfram út í Nauthólsvík og ef viljinn stefnir enn lengra að Hofsvallagötunni þá eru um 7 km til baka, en auðvitað fer hver og einn eins langt og hann langar til.

Landsbyggðafólki er bent á að hafa með sér hjólaskíðin til borgarinnar og við hér á mölinni ættum að gera það líka þegar farið er út á land á sama hátt og golfararnir taka pokann með og mæta á velli um allar jarðir. Í þessu sambandi væri gott að fá ábendingar af landsbyggðinni um hvar er hentugt að fara á hjólaskíðin.

Þóroddur F. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband