4.5.2008 | 18:13
Duglegir Ullungar í Fossavatnsgöngunni
Fossavatnsganga tóks vel, þrátt fyrir heldur leiðinleggt veður og mjög erfitt göngufæri og er það frábærum undirbúningi Ísfirðinga að þakka sem við getum lengi lært af. Kærar þakkir Ísfirðingar.
Við vorum 10 sem gengum undir merki Ullunga, það ég best veit en er ekki með félagatalið, þó sumir hafi gleymt að skrá sig þannig og þar á meðal undirritaður. Úrslitin eru undir www.snjór.is.
En árangur Ullunga varð eftirfarandi.
50 km
Konur 16-35 ára
Nr. 2 Hólmfríður Vala Svavarsdóttir
Karlar 16-34 ára
Nr. 3 Guðmundur Arnar Ástvaldsson
Karlar 50-65 ára
Nr. 3 Skarphéðinn P. Óskarsson
20 km
Konur 51+ ára
Nr. 3 Gerður Steinþórsdóttir
Karlar 35-49 ára
Nr. 2 Óskar Jakobsson
Nr. 3 Eiríkur Sigurðsson
Karlar 50-65 ára
Nr. 8 Þóroddur F. Þóroddsson
Nr. 9 Sveinn Guðmundsson
7 km
Karlar
Nr. 19 Guðmundur Alex magnússon - 40 keppendur
Konur
Nr. 14 Björk Sigurðardóttir - 45 keppendur
Athugasemdir
Tek yndir með Þóroddi, gangan á laugardag var vel heppnuð, þeir kunna að bregaðast við aðstæðum þarna fyrir vestan. Alveg ótrúlegt hvað það var ekki leiðinlegt að ganga 5x10 km hringi. Ég reyndi að setja inn myndir en þetta er allt í einhverju rugli hér á síðunni. Takk fyrir helgina. kv. HVala
hólmfríður vala (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 10:52
Ég vil þakka öllum Ullurum kærlega þátttökuna, okkur virðist sem flestir hafi verið mjög ánægðir þó veðrir mætti hafa verið betra. Við njótum góðs af því að hafa algjöran snilling í brautarlögn, Þröst Jóhannsson, sem hristir þetta fram úr erminni eins og ekkert sé en við fáum þarna hefðbundið íslenskt veður, rigningu, slyddu,snjókomu og sólarglennu.
Við erum sérlega ánægðir með hve allir okkar frægu gestir voru ánægðir með framkvæmd mótsins enda fengum við mjög jákvæðar greinar á langrenn.com bæði fyrir og eftir mót.
Við sjáumst bara að ári í Fossavatnsgöngunni 2.maí 2009.
Kveðja frá Ísafirði,
Bobbi
bobbi (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 21:45
Ansi hrædd um að tveir úr Ulli hafi gleymst í upptalningunni hér að ofan. Guðmundur Alexander Magnússon, 8 ára, sem fór 7 km. í fylgd móður sinnar, undirritaðrar. Sem sagt, ekki bara 8 úr Ulli heldur 10, ef ekki fleiri. Þetta var virkilega skemmtilegt og upplifun fyrir strákinn. Það var þetta fína veður og færi rétt á meðan okkar vegalengd var farin. Vel að öllu staðið eins og við var að búast. Keypti þrusu góðan fatnað hjá Bobba og lagaðist lúkkið á okkur stórlega við það, en ekki færnin að sama skapi. Lærðum samt eitthvað á master class námskeiðinu hjá öllum þessum heimsmeisturum. Ég vissi nú aldrei hver var hvað. Vorum á riffluðum skíðum sem sviku okkur ekki, enda ekkert að flýta okkur um of í gegnum lífið, sér í lagi ekki þegar fegurð vestfirskra fjalla er annars vegar. Kv., Björk Sigurðardóttir
Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 23:57
Úff hvað ég öfundaði ykkur mikið á laugardaginn... En það var líka brjálað stuð á lesstofunni. Til hamingju öll með ykkar göngu, sýnist Ullungar hafa staðið sig vel og Ísfirðingar standa sig náttúrlega alltaf vel í brautargerð og skipulagningu. En bíðiði bara, næsta ár mun ekkert stöðva mig! 7, 9, 13...
Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 00:08
Ég bist afsökunar á fjótfærni minni og viðurkenni að ég gleymdi að skoða úrslit 7 km og þakka fyrir ábendinguna og bæti úr yfirlitinu hér á síðunni.
Þóroddur F.
Skíðagöngufélagið Ullur, 11.5.2008 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.