Fossavatnsgangan

Sælir Ullungar. Gaman væri að sjá hér á síðunni hverjir ætla í Fossavatnsgönguna 50 eða 20 km og hvort hægt er að mynda sveitir ef fólk er ekki búið að því nú þegar. Einnig væri fróðlegt að heyra hvernig fólk fer vestur, vantar far eða hefur laus sæti t.d. er hægt að fá far með mér eins og staðan er. Einnig ef vitað er af lausu gistirými.

Fjölmennum í Fossavatnsgönguna.

Þóroddur F. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vegna fyrirspurnar um Fossavatnsgönguna og gistirými þá dagana, bendi ég á að ég gæti eflaust útvegað gistirými ef fólk er í vandræðum.  Von er á mörg hundruð manns í bæinn vegna göngunnar og blakmóts þessa sömu helgi.  Ég og 8 ára sonur minn, Guðmundur Alexander Magnússon, ætlum í Fossavatnsgönguna, 7 km.  Förum fljúgandi, höfum aðgang að bíl á staðnum og gistum í húsi foreldra minna, sem er mannlaust þessa daga.  Kv., Björk Sigurðardóttir        

Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:47

2 identicon

Sjá athugasemd hér að ofan.  Gleymdi að láta símanúmer fylgja með: 866 9409.  Björk Sigurðardóttir.

Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 23:00

3 identicon

Ég er búin að troða mér í með Þóroddi og ætla 50km. Laus gisting hjá okkur.   Hvað með ykkur hin?  Engin afsökun tekin gild, bæði laust far vestur og gisting. Koma so

kv. HVala

hvala svala (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 11:05

4 identicon

Ég mæti. Það er ekki hægt að láta Svíana hirða dolluna aftur í ár!

Arnar (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 12:42

5 identicon

Stefni á 50K. Flýg vestur á föstud. kl.14 og til baka á laugard. kl. 1630. (ef ég verð kominn í mark).

 Kv. Eiríkur.

Eiríkur (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 13:25

6 identicon

Erum á Ísafirði og vorum á frábæru skíðagöngunámskeiði  í dag með margföldum heimsmeisturum í greininni. Gott færi og frábært spor. Verðrið alveg ágætt.

Ef einhvern vantar húsnæði hafið þá samband í 897 4049

Kveðja Svenni og Skarphéðinn 

Sveinn G og Skarphéðinn Ó (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 23:32

7 identicon

Í dag föstudaginn 2 maí hefur verið lögð göngubraut í Bláfjöllum út á heiði í nægum snjó

Kveðja Skíðasvæðin

Skíðasvæðin (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband