Gaman saman á Andrés

andres 006

 Fyrsti dagurinn á fyrstu Andrésarleikum Ullarunganna gekk vonum framar.  Við vorum með 25 krakka skráða til leiks, allir brosandi glaðir og ánægðir. Enda skein sólin í heiði og hár bærðist ekki á höfði, nema hjá keppendunum sem þutu um víðan völl.  Krakkarnir stóðu sig allir frábærlega og gerðu sitt besta, eins og ein stelpan sagði þegar hún kom í mark "ef ég hefði gengið tveimur cm lengra hefði ég dáið"  Ekki mikill afgangur þar. 

Það fóru fjórir Ullungar á pall í dag, gengið var hefðbundið.  Gústaf Darrason lenti í 3. sæti í flokki 8 ára, Gunnar Birgisson lenti einnig í 3. sæti í flokki 13-14 ára og þær Hugrún Elfarsdóttir  og Freydís Halla Einarsdóttir tóku 2. og 3. sætið.

Ullungarnir grilluðu saman í Kjarnaskógi í kvöld áður en við fórum og tókum á móti verðlaununum.  Bæði börn og fullorðnir skemmtu sér vel í góðum hópi.

Á morgun er skaut og svo boðganga og leikjabraut á laugardag.  Kveðja frá stoltum Ullungum á Andrés. Vala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært hjá ykkur öllum krakkar, þið eru góð fyrirmynd að því sem koma skal í skíðagöngunni.

Áfram Ullungar.

Þóroddur F

Þóroddur F. Þóroddsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 12:37

2 identicon

Innilega tl hamingju Ullungar. Vala þitt góða starf hefur heldur betur skilað sér.

Kær kveðja (úr sporlausum Bláfjöllum)

Skarphéðinn

Skarphéðinn P. Óskarsson (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband