14.4.2008 | 22:26
Buchgangan á Húsavík
Þrír fulltrúar Ullunga tóku þátt í Buchskíðagöngunni á Húsavík, nánar tiltekið á Reykjaheiði. Gangan fór fram í blíðskaparveðri, sól og logn. Skíðafæri ágætt og metþátttaka að sögn skipuleggjenda. Frá Ulli tóku þátt Valgerður G. Björnsdóttir í 10 km (0:57:59), Sveinn Guðmundsson(1:33:18) og Skarphéðinn P. Óskarsson (1:15:12) í 20 km. Við þökkum fyrir gott skipulag, kaffið og meðlætið og frábært veður.
Skarphéðinn
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Athugasemdir
hahah sjá þennan á hækjunum :)
Við sem heima sátum misstum af miklu sé ég
kv. vala
hólmfríður vala (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 10:03
Glæsilegt silfur Skarphéðinn og til hamingju líka þið hin.
Þóroddur F.
Þóroddur F. Þ. (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 17:28
Verð að taka undir það að Buchgangan var flott. Veðrið hefði mögulega ekki getað orðið neitt betra, algjör bongó blíð og færið létt og gott.
Þessi á hækjunum Vala átti stórleik þegar hann festi bílinn sinn á miðju bílaplani og lokaði þar með allri umferð um planið...... he he
Gísli Einar (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.