Skíðagöngufélagið Ullur er orðinn aðili að ÍBR

Til hamingju Ullungar og allt skíðagöngufólk. Skíðagöngufélaginu Ulli barst í gær bréf frá ÍBR þess efnis að félagið hefði fengið aðild að ÍBR. Þetta er merkur áfangi og hvatning til góðra verka. Jafnframt var stjórn félagsins boðuð til fundar með framkvæmdastjóra ÍBR til að far yfir ýmis mál er aðildinni fylgja og verður sá fundur á næstu dögum.

Höldum upp á þetta með því að stunda skíðagönguna eins og kostur er og tak þátt í mótum sem eftir eru í vor. Minni á Íslandsgönguna á Húsavík á laugardaginn og Fossavatnsgönguna 3. maí.

Minni á aðalfundinn 21. apríl.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband