1.4.2008 | 14:43
Buchgangan 12.-13. apríl
Svo að eingin fari fíluferð til Húsavíkur um helgina er rétt að benda á að fjórða Íslandsgangan, Buchgangan, verður haldin á Húsavík 12.-13. apríl. Í mótaskrá SKÍ er hún skráð 5.-6. apríl sem er ekki rétt. Einnig er rangt símanr. á plaggati Íslandsgöngunnar, rétt nr er 660-8844. Ég held að konan sem á númerið sem sem er skráð á plaggatið verði ekki glöð þegar við förum öll að hringja og skrá okkur inn:)
Nú ætlum við Ullungar að fjölmenna í þessa skemmtilegu göngu. Sameinumst í bílana og eigum skemmtilegan dag saman. Koma so
Athugasemdir
Hvernig gekk Ullungum í Orkugöngunni?
Gísli (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 19:10
Ég er búin að leita að úrslitum úr Orkugöngunni en engin fundið. Sá sem eitthvað veit um málið vinsamlegast gefið sig fram. kv. VaSva
hólmfríður vala (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 22:11
Léleg þáttaka þetta árið. 7 hófu keppni og 3 luku henni 4 frá Akureyri, 1 frá Húsavík, 1 frá Kópaskeri og svo undirritaður. Vegna veðurs var keppnin færð ofan af heiði og á Mývatn. Gengnir voru þrír 20 km hringir á Mývatni. Má því segja að þátttakendur séu komnir í hóp fárra sem hafa gengið á vatni.
Gengið var í vonsku veðri -5°C skafrenning og roki.
Fyrstu menn voru um 6 tíma.
steini hymer (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 22:40
Fór í Bláfjöll í dag að áeggjan Skarphéðins. Gekk ca 10km í sporinu sem liggur út að Grindarskörðum. Veit ekki hvort sporið var frá því í gær eða seinni partinn í dag. Annað sporið var þokkalegt en hitt afleitt. Það þyrfti að skoða sporgræjuna. Það er eins og það sé fastur ísklumpur á skiðinu sem treður þannig að snjórinn í sporinu veðst upp í stað þess að þjappast.
Tekur ekki einhver kunnugur að sér að ræða við Bláfjallamenn um þetta. Lagfæring getur ekki verið mikið mál
Lítst vel á Húsavíkur gönguna og stefnum við Skarphéðinn og fleiri á að mæta.
Kveðja Sveinn G.
Sveinn G (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 00:02
Varðandi sporann í Bláfjöllum kom ég ábendingunni á framfæri núna áðan.
Þóroddur F.
Þóroddur F. (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 09:14
Heil og sæl
Hverjir ætla norður til Húsavíkur frá Reykjavík um næstu helgi ?
Kveðja
Skarphéðinn
Skarphéðinn P. Óskarsson (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.