28.3.2008 | 22:12
páskar á Akureyri og bráðum Andrés önd
það eru auðvitað æfing á morgun, ég steingleymdi að skrá það á síðuna. Vona samt að allir mæti og fleiri til
Páskarnir voru góðir hjá Ullarungunum. Það má segja að við höfum farið í keppnisferð til Akureyrar því við fjölmenntum á tvö mót hjá vinum okkar í Hlíðarfjalli. Kók-mótið var á föstudaginn langa og þá áttum við 10 af 28 börnum sem kepptu, úrslitin eru á síðu Ska, en eru ekki í tímaröð heldur rásröð. http://www.skidi.is/index.php?option=com_content&task=view&id=752&Itemid=109 Á páskadag var páskaeggjamót, heppnir gátu unnið flugmiða og páskaegg. Gústaf Darrason var svo heppin að vinna páskaegg nr. 5 frá Nóa Síríus. ég vona að hann komi með það á æfingu á morgun, ég get gert því góð skil. Börn og fullorðnir gengu saman eða sundur 1km, 3,5 eða 7,5km. Að venju var mikið um að vera í gönguhúsinu á í Hlíðarfjalli. Margir saman komnir til að skemmta sjálfum sér og öðrum, grilla pylsur, drekka kakó og ganga hring eftir hring í frábæru veðri og færi.
Ég tók nokkrar myndir af krökkunum en því miður kláraðist rafhlaðan á vélinni minni þannig að ég náði ekki myndum af öllum en ég set það sem til er inn á albúmið okkar.
Ég er búin að skrá 15 Ullarunga til leiks á Andrés, sjö stelpur og átta strákar. Það verður fjör á okkur.
7-8 ára ganga 1 km., 9 ára ganga 1,5 km., 10 ára ganga 2 km., 11-12 ára ganga 2,5 og 13-14 ára ganga 3 km. Þetta á við um bæði hefðbundið og skaut.
kv. Vala
Athugasemdir
Reyndar vann Gústaf flugmiða en ekki páskaegg, fyrir að vera fyrstur með 3,5 km. Annars er ég ekki viss um að neitt væri eftir af egginu heilli viku eftir páska hvort sem er.
Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 10:21
Hæ Bryndís komst svo ekki á æfingu á laug, því hún var með magapínu, en bætti um betur og fór 13 km í Bláfjöllum á sunnudag með mömmu sinni til að æfa sig fyrir Andrés.
Rut og Bryndís (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 08:38
Það er frábært að heyra/sjá að Ullungar ætli að fjölmenna með barnahópinn á Andrés. Við hér vestra eru ánægð með að fá fleiri til að keppa á þessum mótum hér innanlands. Við vonumst að sjálfsögðu til að sjá sem flesta krakka og foreldra þeirra í Fossavatnsgöngunni sérstaklega þ.s. við eigum von á fjöldanum af þekktustu og bestu skíðagöngumönnum heimsins. Það er frábært fyrir krakkana og reyndar okkur foreldrana líka að hitta þetta fólk og fræðast af þeim.
Sjáumst svo hress á Andrés + Fossavatnsgöngunni
kveðja, Bobbi
Bobbi (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 20:38
Við förum nú að rukka Bobba um auglýsingagjald á síðunni:) En fossavatnið rokkar, það er engin lýgi!
hólmfríður vala (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.