24.3.2008 | 21:24
Orkugangan á laugardaginn
Minni á Orkugönguna í Mývatnssveit á laugardaginn, hef heyrt í áhugasömum Ullungum og væri e.t.v. ráð að þeir tjái sig hér t.d. ef það kemur til greina að samnýta farkosti alla leiða eða frá Akureyri. Ég kemst ekki.
Þóroddur F.
Athugasemdir
Sælir Ullungar,
Það væri frábært að fá einhverja verðuga fulltrúa frá Ulli til að vera með á Skíðamóti Íslands sem haldið verður núna um helgina á Ísafirði 27-30 mars, á fimmtudaginn verður sprettganga í bænum, föstudag 15 km H karlar og 5 km H konur, laugardag 10 km F karlar og 5 km F konur. Á sunnudaginn verður svo boðgangan, karlar HHF 7,5 (2x3,75) og konur HHF 5,0 km (2x2,5)
Skráningu lýkur kl. 22 á morgun miðvikudag 26/3,
Ef ekki þá sjáumst við öll í væntanlega flottustu skíðagöngukeppni á Íslandi (segjum bara í heiminum) Fossavatnsgöngunni 3.maí
Bobbi
Bobbi (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 21:44
Ég held að Bobbi sé nú eittvhað að ruglast varðandi boðgönguna, en í karlaflokki er hún 3x7,5 km og í kvenna flokki 3x2,5 km.
Kári Jóh. (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 11:32
Við getum líka bara haft þetta 1x22,5 og 1x7,5. En er eitthvað vit í þessum vegalengdum, karlar ganga 15 og 10 km en konur bara 5 km. Erum við virkilega svona slappar að við komumst ekki lengra, Íslandsmót í lengri vegalengdum er 30 km hjá körlum og 10 hjá konum!
Ég held að skráning á landsmót sé runnin út en er engin sem ætlar í Orkugönguna?
kv. vala
hólmfríður vala (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.