Orkugangan á laugardaginn

Minni á Orkugönguna í Mývatnssveit á laugardaginn, hef heyrt í áhugasömum Ullungum og væri e.t.v. ráð að þeir tjái sig hér t.d. ef það kemur til greina að samnýta farkosti alla leiða eða frá Akureyri. Ég kemst ekki.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir Ullungar,

Það væri frábært að fá einhverja verðuga fulltrúa frá Ulli til að vera með á Skíðamóti Íslands sem haldið verður núna um helgina á Ísafirði 27-30 mars, á fimmtudaginn verður sprettganga í bænum, föstudag 15 km H karlar og 5 km H konur, laugardag 10 km F karlar og 5 km F konur. Á sunnudaginn verður svo boðgangan, karlar HHF 7,5 (2x3,75) og konur HHF 5,0 km (2x2,5) 

Skráningu lýkur kl. 22 á morgun miðvikudag 26/3,

Ef ekki þá sjáumst við öll í væntanlega flottustu skíðagöngukeppni á Íslandi (segjum bara í heiminum) Fossavatnsgöngunni 3.maí

Bobbi

Bobbi (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 21:44

2 identicon

Ég held  að Bobbi sé nú eittvhað að ruglast varðandi boðgönguna, en í karlaflokki er hún 3x7,5 km og í kvenna flokki 3x2,5 km.

Kári Jóh. (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 11:32

3 identicon

Við getum líka bara haft þetta 1x22,5 og 1x7,5.  En er eitthvað vit í þessum vegalengdum, karlar ganga 15 og 10 km en konur bara 5 km. Erum við virkilega svona slappar að við komumst ekki lengra, Íslandsmót í lengri vegalengdum er 30 km hjá körlum og 10 hjá konum!

Ég held að skráning á landsmót sé runnin út en er engin sem ætlar í Orkugönguna?

kv. vala

hólmfríður vala (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband