22.3.2008 | 08:45
Frábært í Bláfjöllum í gær, >25 km spor
Þrjár leiðir voru sporaðar í Blájöllum í gær, 4 km hringur um Strompagíginn, 11-12 km upp á Heiðina há og síðan stóð Ullur fyrir því að lagt var 13 km spor vestur í Grindaskörð sem vakti mikla ánægju og eiga Bláfjalla menn þakkir fyrir hvað vel var tekið í þá hugmynd. Ullungar útbjuggu einnig frumstætt kort er sýndi þessar gönguleiðir og vegalengdir og var því komið fyrir á stórum pappakassa út við sporin, ef einhver tók mynd af kassanum/kortinu væri hún vel þegin í sögusafn Ulls.
Þóroddur F.
Athugasemdir
Takk Ullur fyrir kynningarfund hjá Ferðafélagi Íslands í vetur. Það er átak fyrir óvana og græningja að hafa sig af stað en vá hvað það var vel þess virði á föstudaginn:) Bláfjallamenn eiga svo sannarlega hrós skilið að bregðast svona vel við, það er einhvers virði að nýta sem best þetta frábæra útivistarsvæði.
Já var þessi pappakassi kortastandur? Hélt kannski að þetta væri eitthvað lókal grín. Ein ábendng Þóroddur, næst skaltu taka með heftibyssu og hefta kassaskrattan á kofavegginn.
Ásdís (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 14:07
Takk fyrir ábendinguna um "kortastandinn" þetta var hugmynd sem kom upp á staðnum og var framkvæmd með því sem var við hendina en mér lýst vel á kofavegginn og skoðum hvað hægt er að gera þar.
Þóroddur F.
Þóroddur F.Þ. (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.