Sól og 13km hringur

mars 075Við erum hætt að reyna að telja gönguskíðafólkið í Bláfjöllum.  Ég held að það sé næstum hægt að segja að það hafi verið múgur og margmenni í brautinni í dag enda einmuna blíða.  Ég mætti út í braut kl 13 og var þá með krakka æfingu. Sá fyrsti sem ég mætti var Skarphéðinn en hann var líka sá síðasti sem ég hitti þegar ég fór heim í gær. Gaman væri að vita hvað hann hefði náð mörgum klst og km um helgina.  Ég var s.s. með krakkaæfingu.  Átta börn mættu, þar af tvær nýjar stúlkur. Krakkarnir stefna á Andrésarleikana í lok apríl og eru full af áhuga og eldmóð. Ég setti inn nýjar myndir í Ulluarungaalbúmið.

Þann 29. mars er Orkugangana í Mývatnssveit, sjá augl. fyrir neðan.  Gaman væri ef við Ullungar þjöppuðum okkur saman og fjölmenntum í gönguna. Miðað við hvað við erum dugleg í Bláfjöllum þá munar okkur ekkert um að rölta þessa 60km!! Endilega látið í ykkur heyra ef þið ætlið að skella ykkur.

kv. Vala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dugnaðarforkurinn Vala stóð vaktina við skíðakennslu. Áhugasamir lærlingar allt um kring ýmist á skíðum eða sofandi í púlku.  Þegar loksins veðrið og færið er eins gott og var um helgina þá er erfitt að yfirgefa svæðið. Þessa tvo daga gekk ég um 70 km. Ég hef hug á að taka þátt í Orkugöngunni, Sveinn og fleiri eru heitir. Gaman væri að hitta sem flesta af okkar fólki þar og alla hina sem við höfum ekki náð að kynnast.

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband