9.3.2008 | 23:05
enn ein blíðuhelgin í Bláfjöllum
Þeim fjölgar góðu dögunum í Bláfjöllum. Held að ég hafi aldrei séð jafnmarga bíla á neðra planinu og í dag. taldi 35 bíla um hádeginu. Brautin var skemmtileg, 5km. keppnishringurinn og svo auka upp á heiði.
Strandagangan fór fram í dag að ég best veit. Ekki veit ég um úrslit né Ullunga sem gengu. Vonandi koma fréttir af því seinna.
Í gær var ég með æfingu fyrir krakkana. Sex krakkar mættu, tóku nokkra brekkuspretti og fóru svo í einn leik í ótroðnum snjónum.Ég setti nokkrar myndir í Ullarungaalbúmið. Takk fyrir góða skíðahelgi.
kv. hvala
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.