5.3.2008 | 22:11
Spor í Bláfjöllum
Jæja þá eru Ullungar komnir heim úr VASA og ekki seinna vænna að halda áfram æfingum. Strandagangan um næstu helgi og Buchgangan og Fossavatnið ekki langt undan en ekkert hefur heyrst af Orkugöngunni. Gaman væri að fá fréttir af Orkugöngunni frá þeim sem til þekkja t.d. um tímasetningu og hvar er hægt að nálgast upplýsingar.
Ég skrapp í Bláfjöllin í kvöld með 11 ára syninum og þar var komið 4-5 km spor frá neðra stæði upp með ljósabrautinni og niður gilið. Hiti nálægt 0°C og frekar blautt færi, nánast klísturfæri. Var ekki með klístur en fékk þokkalegt færi á fjólubláan bauk 0 til +1°C.
Sporið var ágætlega lagt þ.e. hlykkjalaust og aflíðandi beygjur í rennslinu en hinsvegar ekkert sérstaklega gott, grunt og óslétt, eins og sporinn hefði skoppað ofnaná. Líklega er of hart undir til að sporinn nái að pressa nægilega vel niður. Nú hefði spori með vökvatjakk komið sér vel og verður vonandi hugað að því í Bláfjöllum fyrir næsta vetur.
Kveðja
Siggi
Athugasemdir
Það var fyrst í morgun að ég heyrði af þessu félagi og sendi strax póst á skidagongufelagid@hotmail.com og var að vonast eftir að fá umfjöllun hér. Til gaman má geta þess að 2. sept var sendur póstur á Skíðasambandið og sagt hvenær Orkugangan færi fram líka hef ég hringt og látið vita um dagsetningu og nú síðast sent grein um gönguna en ekkert birtist enn. Orkugangan er sem sagt 29. mars og hægt er að fá uppl í síma 464 4390 eða á http://www.visitmyvatn.is einnig má senda póst á info@visitmyvatn.is
Allir eru hjartanlega velkomnir og svona í lokin til hamingju með nýtt félag.
Kær kveðja úr Mývatnssveit
Þorgeir Gunnarsson
Mývatnsstofa (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.