4.3.2008 | 20:50
Að lokinni Vasagöngu
Nokkrar fréttir hafa birst í vikunni frá þátttöku landans í viðburðum Vasavikunnar og virka þær vonandi hvetjandi á skíðagöngufólk. Ég veit ekki annað en allir hafi verið tiltölulega sáttir við eigin frammistöðu og hafi notið þess að vera þátttakendur í þessum stórkostlega viðburði sem stendur í rúma viku. Ekki leifði þó heilsa allra að þeir færu á skíði eins og ætlunin var og vil ég þar sérstaklega nefna Daníel Jakobsson en hann var eins og við var að búast ómetanlegur við að aðstoða aðra. Sjálfur drattaðist ég inn í rútuna við Evertsberg á sunnudaginn.
En nú er að horfa á björtu hliðarnar og göngurnar framundan, nóg er af snjónum og vonandi verður mikil þátttaka í komandi skíðagöngum, Hólmavík, (fyrir heilsuhrausta) landsmót osfrv.
Þóroddur F.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.