21.2.2008 | 14:10
Íslandsgangan - Bláfjallagangan á laugardaginn
Eins og áður var tilkynnt þegar fresta varð göngunni verður hún núna á laugardaginn og hefst kl. 13:00
Nánari upplýsingar verða settar hér inn í kvöld.
Skv. uppl. frá Hólmfríði Völu er nú frábært veður í Bláfjöllum, ekki búið að leggja spor en farið verður í það eins fljótt og hægt er og tilbúið ekki síðar en 17:00
Þóroddur F.
Athugasemdir
hæ hó var að koma úr bláfjöllunum. -3st. frost, skari og nýfallinn snjór á köflum. Það markaði varla í snjóinn undan skíðunum. Nei það var engin braut komin þannig að ég skautaði upp á heiðina og ýtti mér þar fram og til baka. Við erum í góðum málum ef við fáum svona færi laugardag, þá verðum við enga stund að labba þessa 20km.
Nú er um að gera að drífa sig á skíðin eftir vinnu og njóta, því eins og við höfum fengið að reyna þá skipast fljótt veður í lofti.
skíðakv. Vala svala
hólmfríður vala (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.