19.2.2008 | 14:00
Ekki sporað í Bláfjöllum í dag.
Var að tala við Magnús í Bláfjöllum, farið er að snjóa en krapaelgur um allt og t.d. ekki fært að lyftunum, því er vonlaust að leggja spor í dag. Stefnum enn að Íslandsgöngunni á laugardaginn, fylgist því með fréttum á síðunni næstu daga.
Fór í Kringluna-bílastæðahúsið 06-07 í morgun, þurrt og fínt en drep leiðinlegt að elta sjálfan sig og vona ég að fleir mæti þar næstu morgna, það er þrifalegra en við Holtagarða þó hringurinn þar sé tvöfalt lengri.
Þóroddur F.
Athugasemdir
Vala, Danni og Siggi fóru í Bláfjöllin í kvöld. 2-3 stiga frost og komin góð skaraskel og nýsnjór í bland. Ekkert spor en við fórum 10 km hring inn á heiði. Ágætisveður, stjörnubjart og tunglskin. Ætti að vera fínt færi á morgun með eða án slóðar ef það blæs ekki of mikið.
Siggi
Siggi Sig (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 22:34
þeir troða víst ekki í dag karlarnir í Bláfjöllunum, held samt að það hefði verið hægt ef ekki blæs of mikið. Hefur einhver eitthvað heyrt af Heiðmörkinni? Smá stress hlaupið í mannskapinn :) það styttist í uppgjör...
kv. Vala
Vala (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 13:36
Það hefði líklega verið hægt að troða í morgun en það er bálhvast þarna uppfrá 17-18 m/s þ.a. það hefði ekkert verið hægt að fara á skíði hvort sem er og hitinn aftur kominn í 0 gráðurnar. Hlaupaskór og hjólaskíði er málið í dag en virðist vera þokkalegt útlit um helgina amk. ennþá.
Siggi
Siggi Sig (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 15:49
Hvernig standa snjó- og brautarmál fyrir mótið um helgina, það væri gaman að fá einhverjar fréttir um það.
kv.Kári
Kári Jóh. (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.