Ekkert færi í Bláfjöllum

Kíkti í Bláfjöll í dag.  Hiti ca. 3 gráður og 10-12 m/s vindur.  Fór frá neðra stæði upp með hliðinni upp gilið og  að efsta hluta ljósabrautar.  Þoka var og mjög litið skygni þ.a. ég lagði ekki í heiðina.

Það er ennþá nógur snór eftir þarna uppfrá en mjög blautt og morkið sérstaklega niðri við bílastæðin, og meðfram Leirunni en Leiran sjálf er öll einn krapaelgur.  Heldur skárra þegar kom upp í gilið og mögulega mætti gera nothæfa braut með troðara upp gilið og upp á heiði.

Líklega er samt vænlegast að veðja á hjólaskíðin þar til aftur frystir.

Kveðja

Siggi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fór á hjólaskíðin í morgun fyrst í bílastæðahúsinu við Holtagarða þar má  ná 400 m hring, nóg af pollum en skjól fyrir rigningunni og síðan frá Lauganesi að höfninni, sá stígur er góður þó smá sandur sé á honunm. Vonandi verður hægt að fara á skíðin á þriðjudag-miðvikudag.

Þóroddur F.

Þóroddur (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 22:15

2 identicon

Það lítur út fyrir forst og snjókomu í Bláfjöllum frá þriðjudegi.

Sjáið hér 6 daga spána fyrir svæðið

http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/faxafloi/#group=111&station=1486

Lítur ekki illa út. 

Kveðja Svenni 

Sveinn G (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband