17.2.2008 | 10:24
Hjólaskíðafæri á stígunum !
Fór í gærkvöldi frá Víkinni yfir á Ægissíðu. Smáklaki í nokkra metra við Víkina og aftur við brúnna en annars eru stígar klakalausir en mikill sandburður og eitthvað af möl í bland auk pollanna sívinsælu. Vel nothæft samt meðan ekki gefur á skíðin.
Hefur einhver kannað aðstæður í Bláfjöllum nýlega? Það getur vel verið hægt að ganga þar, sérstaklega uppi á heiðinni þó ekki sé gerð braut. Líklega komið hið besta klísturfæri eftir rigningar og hláku undanfarið.
Kveðja
Siggi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.