10.2.2008 | 21:10
Meira fjör
Mér finnst að við Ullungar ættum að vera duglegri við að tjá okkur á blogginu.
Nú veit ég að vísu ekki hvernig stjórnin hefur hugsað þetta en mér finnst þetta vera kjörinn vettvangur fyrir hinn almenna félagsmann til að koma skoðunum sínum á framfæri. Ég sé ekki betur en nánast allt sem birtist hér séu tilkynningar frá stjórn.
Ég er til dæmis að tala um það að fólk upplýsi um aðstæður þar sem það hefur verið að ganga, hvort sem þær eru frábærar eða ómögulegar. Það munar miklu þegar maður er að spá í hvert skuli halda að hafa upplýsingar frá fólki sem er jafnvel nýkomið af svæðunum. Því einsog við vitum öll er ekki endilega víst að bestu aðstæður séu alltaf í Bláfjöllum. Þær geta allt eins verið á Vífilsstaðavelli, Korpúlfsstöðum eða í Heiðmörk ,svo einhverjir staðir séu nefndir.
Svo er líka bara ef fólk hefur góðar hugmyndir eða fróðleik sem ástæða er til að koma á framfæri.
Tek fram að ég er ekki að skamma stjórnina sem hefur verið ótrúlega frísk og komið mörgu í verk þennan stutta tíma sem félagið hefur lifað.
Áfram Ullungar, meira líf í bloggið.
Kveðja Eiríkur
Athugasemdir
Sammála Skippernum í þessu, um að gera að fleiri en stjórnin setji hér inn fréttir og skoðanir um það sem varðar félagið og skíðagönguna. Mjög gagnlegt að heyra frá þeim sem hafa farið á skíði um hvernig aðstæðurnar eru. Áfram Ullungar - koma so.
ps. ég fór í Heiðmörkina í gær, erfitt færi, þ.e. nýsnjór og plúsgráður þ.a. að það fékkst ekkert fatt. Endaði samt með þvi að taka góða 20 km. æfingu og aðallega "gengið á höndum" Það eina sem vantar í Heiðmörkina núna er gott spor.
Siggi Sig (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 16:21
Svona venjulegur Ullungur getur tjáð sig í gestabókina, sem ég hef gert einu sinni. Annars veit ég ekki hvernig maður bloggar hér á aðalsiðuni.?
Corinna (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.