Íslandsgöngunni - Bláfjallagöngunni frestað til 23. febrúar

Að höfðu samráði við SKÍ hefur Íslandsgöngunni-Bláfjallagöngunni verið frestað til laugardagsins 23. febrúar. Veðurhorfur og breytingar á snjóalögum, krapaelgur, eru þess eðlis að ekki er hægt að treysta því að hægt verði að halda gönguna svo vit sé í á sunnudaginn. Vegna þeirra sem hugðust koma utan af landi þarf einnig að taka þessa ákvörðun með góðum fyrirvara. Skv. uppl. frá Daníel Jakobssyni SKÍ verður um næstu helgi, það er 16.-17. feb., bikarmót á Ólafsfirði og eina helgin sem er laus fram að Landsmóti er helgin 23.-24. febrúar og fá væntanlegir Vasafarar vonandi góða upphitun með keppni þá helgi.

Þóroddur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er samt engin ástæða til að hætta að æfa. Fínar aðstæður í Heiðmörk. Ekki troðið samt. Fór þangað með 4 börn og allir skemmtu sér vel.

Eiríkur (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 15:51

2 identicon

Það er alltaf slæmt þegar fresta þarf móti, nú þegar búið er að frestað Bláfjallagöngunni til 23.febrúar þá er hætt við að margir Ísfirðingar komist ekki suður. Þessa sömu helgi eru við að halda Púkamót Glitnis þar sem von er á fjölda keppenda í yngri flokkum og auðvitað verðum við að aðstoða börnin okkar því það eru jú þau sem koma til með að halda uppi starfinu þegar við eldumst.  Því miður þá er það alltaf svo að einhverjir ná ekki að komast vegna þess að aðstæður breytast. Ég vona innilega að Bláfjallagangan geti fari fram og við fáum að sjá aukningu á fjölda Íslendinga sem tekur þátt í þessum skemmtilegu trimmgöngum. Því fleiri, því betra, allir geta svo endað frábært tímabil með að taka í stærsta viðburði ársins þ.e.a.s. Fossavatnsgöngunni. Þeir flykkjast til okkar, allir bestu skíðamenn heims, Team Fast liðið og Jerry Arhlin og spúsa hans Jenny Hanson og nú síðast Ole Vigan Hattestad. Oscar Svärd er mjög spenntur fyrir því að mæta aftur og kemur það í ljós á næstu vikum.

Gangi ykkur vel með væntanlega Bláfjallagöngu 23/2, hvetjum alla til að taka þátt í öllum Íslandsgöngum sem eftir eru, þ.e.a.s. Strandagangan-Hólmavík,  Buchgangan-Húsavík og að lokum Fossavatnsgangan hér á Ísafirði.

Kveðjur frá Ísafirði,  Bobbi

Bobbi (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband