6.2.2008 | 23:18
Vel heppnað fræðslukvöld um skíðagöngu
Það voru hvorki meira né minna en 140 manns sem mættu í sal Ferðafélags Íslands í kvöld og hlýddu á fróðleik um gönguskíði, jafnt ferðaskíði og ferðalög á skíðum sem brautarskíði, trimm og keppni. Undirritaður spjallaði almennt um skíðagöngu í spori og Daníel Jakobsson leiddi fólk m.a. í sannleikann um val á skíðum og um áburðarmálin en hann og Sigurður Sigurgeirsson bræddu og skófu af miklum móð og svöruðu ótal spurningum að formlegri kynningu lokinni. Sýnd voru brot úr myndbandi um Vasagönguna 2007. Þetta var velheppnuð kvöldstund og rós í hnappagat Ulls og er FÍ þakkað fyrir samstarfið en þess má einnig geta að FÍ sá um alla auglýsingu auk þess að leggja til húsnæði.
Þóroddur F.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.