Bláfjallagangan 9. febrúar - Ullur auglýsir eftir starfsfólki og heimabakstri

Um næstu helgi stendur Ullur fyrir Bláfjallagöngunni sem er almenningsganga og hluti af Íslandsgöngunni. Stjórn Ullar óskar eftir sjálfboðaliðum úr hópi félagsmanna og annarra áhugasamra til að aðstoða við mótshaldið.  Okkur vantar fólk til að aðstoða við skráningu á mótsstað og innheimtu mótsgjalds, afhendingu númera og að safna þeim saman aftur eftir mótið, tímavörslu og tímaskráningu, brautarvörslu og til að gefa þáttakendum drykki á drykkjarstöðvum.

Eftir mótið býður Ullur í kaffi og verðlaunaafhendingu í Fylkisheimilinu. Stjórnin ætlar að baka og hella uppá en þar sem við eigum von á góðri mætingu þá viljum við biðja þá félagsmenn sem eru liðtækir við baksturinn að leggjast á árarnar með okkur í þessu verkefni og mæta með eins og eina tertu, pönnukökur, kleinur eða annað gott sem þeir luma á.  Einnig vantar okkur fólk til aðstoðar við uppstillingu og uppáhellingu.

Þeir sem vilja bjóða sig fram til starfa við mótið vinsamlega hafið samband við Sigga Sig. í síma 820-6820 eða sendið línu á sigsig@est.is og gefið upp nafn og síma/netfang.  Síðan er bara að mæta í fjallið á mótsdag 9. janúar í góðum gír.

Þeir sem vilja taka þátt í bakstri eða aðstoða við kaffiboðið eru beðnir að gefa sig fram við Maríu í síma 820-0009 eða í netfangið maria@nh.is og láta þá endilega vita í leiðinni hvað þið væruð að hugsa um að baka.

Þetta er fyrsta skíðamótið sem Ullur sér um og mikilvægt að vel takist til. Við viljum því biðja alla Ullunga að taka nú vel við sér og standa saman að því að gera gott mót, með góðri þátttöku og góðu starfi við mótið, félaginu til sóma.Smile

Stjórnin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband