30.1.2008 | 10:09
Bragi Ragnarsson í Marcialonga
Var að fá póst frá hörkuduglegum Ullungi, Braga Ragnarssyni. Hann er nú staddur í Ítalölsku ölpunum þar sem hann tók þátt í Marcialonga sunnudaginn http://www.marcialonga.it/á . Gangan er 70 km, startað er í Moena og gengið til Cavalese. Bragi lauk göngunni á 6:47. Meira um ferðalag Braga á Bloggsíðu hans http://bragir.blog.is/blog/bragir/ ,en ég helda að hann ætli að enda ferð sína í Vasa. Hægt er að lesa meira um gönguna á vef Íslandsgöngunnar http://www.blog.central.is/islandsgangan
Annar Ullungur er í keppnisferðalagi. Það eru hún Anna okkar. Hún er í Austurríki og ætlar í König Ludwik Lauf um helgina, 50 km. en gangan fer fram í Þýskalandi. http://www.koenig-ludwig-lauf.com/ Endilega segið okkur frá ef þið takið þátt í erlendum göngum eða vitið af okkur. Alltaf gaman að fá fréttir.
Á vefinn er komin flott æfingadagbók, þetta er opin internet-æfingadagbók, þar sem fólk færir inn æfingar sínar og fær yfirlit yfir eigin æfingar og æfingar annarra. Dagbókin, er ókeypis, og opin fyrir alla, fyrir fólk sem hleypur, gengur, hjólar og / eða syndir, bæði með hollustu og keppni sem markmið. Það er reyndar hægt að merkja inn skíðaæfingar en þá kannski bara hægt að merkja við hjól eða hlaup. Það er bæði gagnlegt og gaman að vera með í svona æfingadagbók - og því fleiri sem taka þátt, því skemmtilegra. Hægt er að fá allar æfingar (eitt ár í einu) sýndar á Excel sniði. Góð auglýsing fyrir skíðaíþróttina að sýna æfingar okkar. http://www.geosoft.dk/VidarAtletik/Hd/MainFrame.htm
Fór annars í Heiðmörk í gær þar sem ekkert spor var í fjallinu vegna hvassviðris. Um kl 15 voru þrír eða fjórir búnir að labba á undan mér og troða slóð því ekkert var búið að troða. Við hvetjum Heiðmerkurmenn til að halda brautinni við því þegar blæs í Bláfjöllum er þetta algör paradís.
Skíðakv. Vala
Athugasemdir
Ég fór í Bláfjöll seinnipartinn í gær. Þar var logn og 10-12 stiga frost rétt fyrir kl. 17 þegar ég byrjaði. Það var kominn 12 km. hringur uppá heiði og frábært spor. Aðeins byrjað að skafa á stöku stað á heiðinni en annars frábær hringur. Ingþór Bjarna mætti þar á sama tíma og gekk mig uppi. Ég fór síðan úr upphitunargallanum og setti upp mila-ljósið og hélt áfram annan hring. Þá var byrjað að hvessa og hríða á heiðinni og sporið þar uppi nánast horfið þar uppi. Þá voru líka mættir nokkrir Ullungar m.a. Skarphéðinn sem var í svaka formi, hann fór amk. mun hraðar yfir en ég. Færið var gott en stamt og lítið rennsli í frostinu. Kaldasta sem ég var með í áburðarbeltinu var bláar extra sem var allt of heitur í þetta frost. Nokkuð kalt á seinni hring og mikill þæfingur en þetta var samt með betri æfingum sem ég hef náð í vetur. Samtals um 2 tímar og 20 mín. þar af klukkutíma og 5 mín með fyrri hring en klukkutíma og 15 með þann seinni. Kv. Siggi
Siggi Sig (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.