27.1.2008 | 11:02
Vel heppnað Skíðastaðamót og Íslandsganga á Akureyri í gær
Fjórir Ullungar voru meðal þáttttakenda í Íslandsgöngunni Óskar Jakobsson (í flokki 35-49 ára) og Skarphéðinn Pétur Óskarsson (flokki 50 ára og eldir) sem báðir hlutu brons í sínum flokkum og Darri Mikaelsson og undirritaður sem voru einnig ánæðgir með sjálfa sig. Það tókst semsagt það sem við hugguðum okkur við í blyndbil á Holtavörðuheiðinni á föstudagskvöldið "það bíða okkar verðlaun og veglegt kaffihlaðborð". Gaman var líka að sjá yfir 20 krakka taka þátt í 1-5 km og þar eru mikil efni á ferð. Takk Akureyringar fyrir vel heppnað mót og góðar móttökur. Við hlökkum til að sjá ykkur og alla aðra, í Bláfjöllum 9. febrúar. Úrslitin eru komin á heimasíðu Skíðafélags Akureyrar www.skidi.is.
Þóroddur F.
Athugasemdir
Við viljum þakka þeim fjölmörgu keppendum sem tóku þátt hjá okkur um helgina, en mótið gekk hið besta, þó að snjóalögin væru í algjöru lágmarki.
Það er alltaf ánægulegt að fá keppendur frá nýjum félögum til keppni.
Bestu kveðjur, Kári
Kári Jóh. (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.