21.1.2008 | 16:05
Frábær dagur í Bláfjöllum í gær
Já þeir voru heppnir sem gátu lagt leið sína í Bláfjöllin í gær, sól og 6st. frost. Hringurinn náði frá neðra stæði og upp á brún 3,5 km. Mannmargt var í brautinni og reyndar fyrir utan líka því margir fóru upp á heiði og eitthvað lengra.
Næstu helgi er fyrsta gangan í Íslandsgöngunni og fer hún fram á Akureyri. Hægt er að velja um fjórar vegalengdir, 1km, 5,10 og 20 km. Als verða fjórar göngur í vetur og gefur hver ganga stig þannig að það er um að gera að mæta í fyrstu gönguna og næla sér í stig.
kv. vala
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.