Gaman á skíðum

2008 01 19_0323Það var gaman á skíðum í dag hjá Ullarungununum. Níu krakkar mættu á æfingu og tóku hraustlega á því þrátt fyrir að það væri búið að loka lyftunum vegna veðurs, sannkölluð hörkutól. Margmenni var í  göngubrautinni í dag, það skóf í sporið en Ullungar tróðu það jafnharðan og höfðu gaman af.

kv. Vala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það var rosalega gaman hjá Heiðu og Gústaf á æfingunni og þrátt fyrir að hafa farið aftur í Bláfjöll í morgun heyrði ég tvær litlar raddir (reyndar ekki svo litlar) að biðja um að fá að skreppa á Klambratún eftir kvöldmat. Við fórum, að sjálfsögðu, og tókum nokkra góða hringir.

Hlökkum til í næsta viku.

kv. Darri

Darri (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband