18.1.2008 | 12:13
Skíðaspor í Heiðmörk og innan höfuðborgarsvæðisins.
Samkvænmt uppl. frá Árna Tryggvasyni er búið að leggja með vélsleða/spora 9,5 km spor frá Helluvatni/Elliðavatnsbænum og upp í Heiðmörk.
Spor er einnig á golfvellinum í Garðabæ en ég hef ekki staðfest að það hafi verið lagt með vélsleða/spora eða bara troðið.
Troðið spor er á grasvelli ÍR við Skógarsel í Breiðholti.
Þóroddur F.
Athugasemdir
Hvað erum við að tala um með troðnu spori?
Eigið þið við að e-ð sé búið að ganga þarna og sporið hafi því myndast?
Kveðja,
Benni
Benedikt (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 13:59
Já troðið spor er ef einhver hefur gengið á gönguskíðum en ekki lagt með vélsleða með sporhnalli aftaní. Nokkrir slíkir sporar munu vera til á hbsvæðinu en það vantar menn með vélsleða sem eru til í að leggja spor. Í fyrra var t.d. á ÍR-vellinum fyrst ekið tvo hringi á sleða til að þjappa nógur breytt svæði og síðan farið með sporann eftir því miðju.
Þóroddur F.
Þóroddur (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 14:41
Sæl öll.
Ég var uppfrá áðan og gekk leiðina sem búið var að troða. Hún var því miður troðin í gær (með spori) og því mikið fennt í hana á köflum síðan þá. En ég böðlaðist hringinn samt í ægifögrum aðstæðum. Hringurinn byrjar niðri hjá Helluvatni og liggur áleiðis upp í heiðina. Sá sem tróð hringdi í mig í morgun og sagðist hafa verið á helst til stórum sleða til að komast þrengstu kaflana.
Nú ætla ég á næstu dögum að fara yfir þessi mál með mínum mönnum í Heiðmörk og segja þeim hvernig best sé að haga þessu í framtíðinni. Svo mætum við Ullarar og vinnum brautina smá þegar við höfum um annað en hugsa en snjó. Skógræktarfélagið ætlar svo að taka frá brautirnar fyrir okkur í framtíðinni þegar snjór er.
Jafnvel hafa komð upp umræðum um að gera sérstaka skíðabraut ofarlega í Heiðmörk. Þá yrði sérstakur 2,5km hringur gerður og lagður viðarkurli sem er frábært undirlag. Rispar ekki og verður flughált þegar snjór og ís eru á því. En enn sem komið er eru þetta bara framtíðarhugmyndir. (Ekki segja neinum frá.)
Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 19:04
Var að koma úr Bláfjöllum, þar er kominn 60-70 sm jafnfallinn snjór, ótrúleg breyting frá síðustu helgi, þó troðari væri búinn að fara 4 km hring sukku stafir óþægileg svo stórar skálar/krinlgur verða e.t.v. til bóta um helgina. Þæfingur á veginum en verður ruddur í fyrramálið. Vona að það verði ekki of mikill vindur því þá rennir fljótt í öll spor en helgin ætti að geta orðið frábær.
Þóroddur F.
Þóroddur (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 19:50
í dag urðu jákvæð tímamót.
Í féttatilkynningu sem við sendum á fjölmiðla vegna skíðabrauta í Heiðmörk tókum við sérstaklega fram að þeim sem ekki væru á skíðum vildum við beina á aðra staði í Heiðmörkinni.
Vonandi er þetta upphafið að því hér fyrir sunnan (sem þykir sjálfsagt annars staðar) að göngustígar séu aðeins ætlaðar skíðafólki þegar aðstæður eru til skíðagöngu.
Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.