17.1.2008 | 10:13
Gaman á skíðum - skíðagönguæfingar fyrir börn.
Ullungur býður upp á barnaæfingar í vetur á laugardögum kl 13:00-14:00. Hólmfríður Vala sér um æfingarnar sem verða að mestu byggðar upp á leikjum. Allir velkomnir bæði byrjendur og lengra komnir, við hittumst á flötinni við efra stæðið (fyrir neðan stólalyftuna
í Suðurgili. Tilvalið fyrir mömmur og pabba að labba á meðan
krakkarnir æfa sig.
Nokkrir áhugasamir krakkar mættu síðasta laugardag og léku sér saman á skíðum, alveg frábært fjör í góða veðrinu.
kv. Vala 821-7374
Athugasemdir
Frábært!! Ég mætti!
Kveðja
Gústaf (8 ára)
Gústaf Darrason (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.