13.1.2008 | 18:06
Frábær helgi í Bláfjöllum - framhaldið, tjáið ykkur
Ég vona að allir sem komust í Bláfjöllin nú um helgina séu jafn ánægðir og ég. Leiðsögnin á laugardaginn tókst vel, gott að fá fáa nemendur (2x4 + 5-6 börn) til að prufukeyra, Sigurður Sigurgeirs sá um leiðsögnina og á hrós skilið. Það er Ulli að þakka að spor var lagt á neðra svæðinu og notfærðu margir sér það bæði í gær og dag. Nú væri gott að heyra frá ykkur um allt sem ykkur dettur í hug að við gætum stuðlað að við að bæta aðstæður í Bláfjöllum.
Hvaða áherslur eigum við að leggja á spor virka daga næstu vikuna, neðra svæðið, efra svæðið eða bæði?
Við erum í brasi með að koma gámaskúrnum fyrir, með áburðaraðstöðu m.m., þar sem ekki er auðvelt að tengjast rafmagni þar sem við ætluðum honum stað-kostar talsvert og við gerum ekkert sem kemur félaginu í skuldir!!!!!!!!!. Hvar á svæðinu teljið þið að skúrinn komi að bestum notum??
Hvað með lýsingu til kvöldgöngu, hve mikilvæg er hún, hvað ætti að stefna að löngu upplýstu spori??
Ég hugsa að um 200 manns hafi verið á gönguskíðum í dag, flestir á munstruðum skíðum og margir á ferðaskíðum en það skiptir ekki máli, getum við gert eitthvað fyrir þetta fólk þannig að það hafi áhuga á að ganga í félagið?
Sendið inn hugmyndir, svarið spurningunum, það hjálpar stjórninni að vinna að framgangi mála.
Áfram Ullungar.
Þóroddur F (og f)
Athugasemdir
Ég er sammála Þóroddi að það var gaman að sjá þennan fjölda sem var á skíðum um helgina.
Varðandi staðsetningu á gáminum góða þá væri gaman að skoða að hafa hann á stæðinu hjá Ármannsskálanum. Annað hvort alveg upp við stól (þar sem flestir leggja af stað uppá heiði). Þar er nægjanlegt rafmagn og einnig mætti skoða þann möguleika að lyftuverðirnir í stólalyftunni gætu verið með gönguskíðabúnað Bláfjalla og verið þar með skíðaleiguna gagnvart skíðagöngufólki.
Þannig ávinnst (i) að rafmagnið er leyst, (ii) gönguskíðafólkið er nær alpagreinafólkinu og líklegra er að alpagreinafólkið sjái sæng sína útbreidda að prófa gönguskíði, (iii) meiri áberandi leiga eykur líkur á að fólk leigi sér búnaðinn, (iv) með því að vera uppi á bílastæðinu þá er styttra í Ármannsskálann þar sem gönguhrólfar geta fengið sér nesti og hitt annað skíðafólk og (v) frábært að hafa nálægðina við lyftuna þegar foreldrar eru að stunda aðra íþróttina og börnin hina.
Langaði að henda þessari hugmynd í loftið. Veit að það er verið að vinna í skipulagsmálum Bláfjalla einmitt þessa daganna og því mikilvægt að Ullur finni "rétta" staðsetninguna fyrir gáminn þannig að hægt sé að eyrnamerkja svæðið sem byggingarreit og í framtíðinni væri þá hægt að byggja við gáminn góða:o)
Skíðakveðja.
Friðrik Einarsson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 13:28
Sæl öll
Gaman að heyra/lesa hve vel gekk um helgina. Þykir miður að hafa ekki getað nýtt mér góða kennslu á laugardaginn og ekkert komist í brautina í blíðuna í gær. Vona bara að þetta verði endurtekið einhvern góðviðrisdaginn sem framundan er. Staðsetningin fyrir skúrinn sem Friðrik stingur upp á hljómar vel í mín eyru, það er enda sá staður sem ég legg oftast upp frá, enda þótt þar geti án efa myndast svolítil örtröð á góðviðrisdögum. Þegar þeir koma og nægur er snjór er náttúrlega líka hægt að nýta neðra stæðið (núverandi bílastæði skíðagöngufólks).
Sammála mikilvægi þess að vinna málin í góðri sátt við starfsmenn Bláfjalla og vera sátt við að taka eitt skref í einu. Góðir hlutir - hægt og allt það! Vissulega (h)ljómar upplýst braut vel, en í ljósi þess að nú er dag tekið að lengja er e.t.v. farsælla að bíða með það fram á sumarið... eða hvað? Leggja áherslu á að koma upp skúrnum og troðnum brautum...
kv, Jón Gauti
Jón Gauti Jónsson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 14:49
Hvernig er með framhald á æfingum fyrir börnin?
Er með einn spenntan 8 ára á heimilinu, sem spyr oft hvenær æfingar byrji fyrir Andrés, en við misstum því miður af öllu á laugardaginn var. Hann tók þó einn hring við Ægissíðuna í kvöld.
Hólmfríður
Hólmfríður Þóroddsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 22:41
Blessuð öll sömun. Það er flott að það sé hægt að fara að ganga í góðum brautum þarna hjá ykkur. Við hér fyrir Vestan öfundum Grindvíkinga og Vestmaneyinga af allri snjókomuni sem þeir hafa engan áhuga á. Af skrifunum hér að ofan sínist mér vera hugur í fólki og það er frábært. Nú styttist í fyrsti Íslandsgönguna og er hún haldin á Akureyri. Vonandi sjáum við sem flest þar.
Skíða kveðja Einar Yngvason
Einar Yngvason (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.